Gallery

Frá sýningu okkar í ARTgallery GÁTT júlí 2017, Jóhanna ásamt Monique Becker frá Luxemborg og Hugo Mayer, Berlín ÞREFÖLD ORKA

Fréttatilkynning frá ARTgallery GÁTT

 

 

Fimmtudaginn 20.júlí 2017 klukkan 17-19 opna þau Monique Becker, Hugo Mayer og Jóhanna Þórhallsdóttir málverkasýningu undir yfirskriftinni ÞREFÖLD ORKA eða 3x KRAFT. Þau kynntust  í Þýskalandi þar sem þau stunduðu nám hjá Markúsi Lüpertz fyrrum rektor í Myndlistarakademíunni í Dusseldorf. Markús er með þekktustu málurum Þýsaklands, en hann er líka frægur fyrir höggmyndir sínar og jazz píanóleik. 

Monique kemur frá Luxemborg en hún hefur einnig lært myndlist hjá Prof. Hermann Nitsch sem er okkur Íslendingum að góðu kunnur, en hann stafaði m.a. með Dieter Roth.  Monique hefur haldið einkasýningar í Luxemborg, Belígu, Þýskalandi og víðar.

Hugo er fæddur í Tübingen í Þýskalandi en er nú búsettur í Berlín og er með vinnustofu þar. Á árum áðum stúderaði hann í  Hamborg hjá Prof. Matthias Lehnhard og Prof. Kurd Alsleben Hann hætti um tíma í málverkinu og fór í það sem kallast á ensku “New Media”, einskonar tölvu-list,  en fór svo aftur að mála, þar sem hann saknaði alltaf lyktarinnar úr málverkinu.

Jóhanna Þórhallsdóttir gerði garðinn frægan á sviði tónlistaribnnar um árabil, söng og stjórnaði kórum. Á síðustu árum hefur hún snúið sér alfarið að málverkinu og haldið 5 einkasýningar. 

 

Þetta er í fyrsta sinn sem þau Monique og Hugo sýna verk sín á Íslandi og  koma til landsins.

Á sýningunni eru 30 málverk flest unnin á þessu ári  Léttar veitingar og tónlist.

Nekt og nærvera 4. einkasýning Jóhönnu í Anarkíu Listasal

Nekt og nærvera Sýning í Anarkíu Listasal 1. apríl-23.apríl 2017

Jóhanna V. Þórhallsdóttir söng og stjórnaði kórum um árabil. Tónlistin var vettvangur hennar og listform. Á síðustu árum fann hún sér liti og léreft og nýjan farveg fyrir tilfinningar sínar.

Hugurinn var eins og uppistöðulón sem opnaðist. Alls konar kynjaverur og löngu gleymd atvik streymdu fram á strigann. Tjáningin hafði breyst en einlægnin var söm við sig. Hvort heldur Jóhanna söng eða málaði var hún alltaf skemmtilega, rauðhærða stelpan úr Háaleitishverfinu sem tók þátt í leikjunum með krökkunum, samdi lög, spilaði á gítarinn og velti því fyrir sér hver hún væri?

Með þessari sýningu leitast Jóhanna við að svara spurningum æskunnar og kasta fram nýjum. Lífið varð aldrei eins og maður ímyndaði sér heldur kemur alltaf á óvart í öllum sínum fjölbreytileika. Mestu skiptir að fylgja hjartanu og standa undir þeim  ákvörðunum sem teknar hafa verið. Einu sinni virtist lífið og tíminn sem framundan var,  endalaus. Eftir því sem á ævina líður verða endalokin nálægari. Hjartað er engin eilífðarvél heldur vöðvi sem með tímanum þreytist og leggur upp laupana. Nýleg veikindi setja mark sitt á þessa sýningu. Nekt og nærvera leggja áherslu á það eina sem við vitum með vissu. Við fæðumst og yfirgefum þennan heim nakin. Með sjálfum sér þarf hver lengst að ganga. Maðurinn leitar stöðugt nýrra leiða til að staðfesta eigin tilveru fyrir sjálfum sér og öðrum.

Jóhanna sýnir myndir  úr eigin lífi og virðir þær fyrir sér jafn forviða og aðrir. Þetta ferðalag varð öðruvísi en ætlað var í upphafi. Við því er ekkert að segja heldur halla sér aftur í sætinu, spenna beltið og bíða eftir næsta flugtaki.

ÓG.

Hraunmey

Læri læri

Painted in Kolbermoor, Germany

These pictures are among the latest I painted in Kolbermoor, september 2015, with maestro Lüpertz