Tónlistarkonan

Byrjaði snemma að læra á gítar, svona í kringum tíu ára, og var fanta rútubílasöngvari. Æfði Peter Paul og Mary og Crosby Stills Nash and Young lög í gaggó.

Fór svo í MH og í kórinn og kynntist músíkölsku liði þar og við stofnuðum hljómsveitina Diabolus In Musica. Við sömdum eigin lög og texta sem okkur þótti svo lélegir að við kölluðum hann leir og hlógum mikið að því.  Gáfum út 2 plötur.  Hanastél á Jónsmessunótt og Lífið í litum

Á þessum tíma söng í inná aðrar plötur, Fráfærur með Þokkabót og Hrekkjusvín með ýmsum listamönnum. Söng bakraddir með Vísnavinum, hjá Magga Kjartans og Jakobi Magnússyni og ýmislegt fleira. 

Var í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í söngnámi hjá John A. Speight.

Fór síðan í framhaldsnám til Englands, fyrst til Manchester í RNCM og síðar til London í einkatíma.  Vann heima á Íslandi bæði við söng og kennslu. Söng með Sinfóníhljómsveitinni, Kammersveitinni, Íslensku Hljómsveitinni og fl