Samyrkjubúið

Samstarf Jóhönnu og Óttars

 

Við hjónin höfum allt frá árinu 2010 gert tilraunir með sameiginlegar uppákomur þar sem við tengjum tónlist og hið talaða orð. Óttar sér um textann sem Jóhanna kryddar með tónlist. Fyrsta atriðið sem fluttum á þennan hátt var á Læknadögum 2010. Það kallaðist Sjálfsvíg í dægurlögum og var hluti af stærri dagskrá um sjálfsvíg. Óttar kynnti lögin, sagði sögu þeirra og hvernig þau tengdust umfjöllunarefni dagsins og Jóhanna söng við undirleik Kjartans Valdemarssonar. Þetta atriði vakti mikla athygli og var af forsvarsmönnum Læknadaga valið besta atriði vikunnar.

Árið 2012 voru við með dagskrá á opnunarhátíð Læknadaga sem kallaðist Geðsjúkdómar í dægurlögum. Óttar talaði um lögin og tengdi þau ákveðnum greiningum innan geðsjúkdómafræðinnar. Jóhanna ásamt þeim Gunnari Hrafnssyni, Kjartani Guðnasyni og Aðalheiði Þorsteinsdóttur flutti lögin. Þessi dagskrá vakti mikla athygli og fórum við með hana nokkrum vikum síðar í Iðnó og sýndum hana tvisvar fyrir fullu húsi. Auk þess fórum við með þessa dagskrá víðar m.a. á Ísafjörð, Kirkjubæjarklaustur og nokkrar árshátíðir.

Árið 2013 vorum við með dagskrá sem við kölluðum Njála í íslenskum dægurlögum á opnunarhátíð Læknadaga. Sömu stefnu var fylgt og áður; Óttar sagði söguna og Jóhanna söng og flutti lögin með sömu hljóðfæraleikurum.

Sumarið 2013 fórum við með þessa dagskrá á Þjóðlagahátíðina á Siglufirði og fluttum hana fyrir fullu húsi einu sinni. Góður rómur var gerður að flutningnum.

Sama ár fluttum við dagskrána Dýrlingur á faraldsfæti sem fjallaði um Hrafn Sveinbjarnason lækni á Hrafnseyri við Arnarfjörn í tilefni af 800 ára ártíð hans. Í hljómsveitinni voru í þetta sinn Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Jón Sigurpálsson og Páll Torfi Önundarson auk Jóhönnu Þórhallsdóttur. Þessi dagskrá var flutti í tvígang, annars vegar að Hrafnseyri en hins vegar í sal Þjóðminjasafnsins.

Á þessu ári höfum við haft saman dagskrá um Megas. Óttar hefur sagt sögu skáldsins en Jóhanna hefur sungið úrval af lögum hans við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.