La famiglia

Þau eru vandasöm hlutverkin sem maður hefur tekið að sér og skapað sér í gegnum tíðina. Mörg og vandasöm segi ég. Já svo sannarlega. Og misjafnlega vel tekst manni til. Stundum er maður margskiptur á milli hlutverkanna. Fer á bömmer þegar illa tekst, en lyftist í hæðir ef allir eru glaðir og góðir. Ég er fyrir löngu búin að gera mér grein fyrir því að ég ætla ekki einu sinni að reyna að vera fullkomin, og gleymi reglulega afmælum og klikka algjörlega á skype-viðtölum. Nánar um mig. Ég á foreldra á lífi, Guðmundu Guðmundsdóttur húsmóður (1928) og Þórhall Jónsson húsasmiðameistara(1926) og er svo heppin að þau á lífi og halda ennþá heimili á Háaleitisbrautinni, en það raðhús byggði pabbi að mestu einn og óstuddur frá árinu 1966. Ég á tvo eldri bræður; Þóri(1948) lækni á Akranesi og Guðmund(1951) kennara í Borgarholtsskóla og trésmiðameistara. Ég eignaðist Hildigunni Einarsdóttur, söngkonu og nemenda í LHÍ í janúar 1983, og Guðmund Þóri nemenda í MH og FÍH 1995. Hildigunnur á tvö börn, Ástu fædda 2005 og Einar Kristján fæddan 2009. Ég giftist Óttari mínum Guðmundssyni (1948), lækni og rithöfundi loksins árið 2009, en hann á fjögur börn; Andra (1975), Eddu (1975), Kristínu (1979) og Helgu Þórunni (1991). Edda á þrjú börn, Móeiði (2004), Jón Starkað (2006), Hrólf (2009). Edda, sem er talmeinafræðingur og með B.A. í íslensku býr með börnum sínum og eiginmanni Lofti Jónssyni, skógfræðingi, í Bergen í Noregi. Kristín á tvö börn, Freyju (2009), og Signe (2011). Kristín er læknir og býr í Gautaborg ásamt börnum og eiginmanni sínum, Peter Comnell, hljóðverkfræðingi. Andri lögfræðingur og rithöfundur býr með Fanneyju Birnu Jónsdóttur lögfræðingi og fréttakonu í Reykjavík og Helga Þórunn er í læknisfræði í H.Í og flugfreyjunámi og býr í Reykjavík.