Kórstjórinn

Ég  hef stjórnað nokkrum kórum um ævina.

Fyrsti kórinn sem ég stjórnaði var Kór Trésmiðafélags Reykjavíkur. Mér fannst málið mér vera skylt, pabbi trésmiður,  og stjórnaði kórnum í nokkur ár. Það var mjög skemmtilegt ævintýr.  Við fórum í kórferðalög , ma. til Vestmannaeyja, Svíþjóðar og Ítalíu.

Þá stofnaði ég og stjórnaði ég  Léttsveit Reykjavíkur í 17 ár. Við hlið mér var Aðalheiður Þorsteinsdóttir sem spilaði á píanóið og útsetti lög fyrir kórinn. Endalausir tónleikar og kórferðalög. T.a.m. Jólatónleikar , vortónleikarvor 2003,Óskalög sjómannaSamkeppni við lóuna. Svo voru stundum geggjaðar matarveislur EFtirréttir 1 /eftirréttir 2. Já algjörlega stórkostleg upplifun í  17 ár  og dásamleg vinna.

Einnig stjórnaði ég Barna-og unglingakórum Bústaðakirkju í 15 ár. Þar voru ýmsir píanistar með mér Aðalheiður, Gísli Magna, Dagný Björgvinsdóttir auk organista Bústaðakirkju, Guðni Guðmundsson, Renata Ivan og Jónas Þórir frændi minn 😉  

Ég tók ég að mér önnur kórstjórnarverkefni. Var með starfsmannakór SFR og Drengjakór Þorfinnsbræðra sem voru stúkubræður í Oddfellowreglunni.  Einnig stjórnaði ég. kór starfsmanna Landspítalans og Borgarspítalans, þegar að Landspítali – háskólasjúkrahús varð til við sameiningu Ríkisspítala (Landspítalans) og Sjúkrahúss Reykjavíkur snemma árs 2000 og einnig  kór starfsmanna leikskólastarfsmanna í Borgarleikhúsinu á mikilli starfsmannahátíð eitt árið. 

  • Lettsveitin111127195
  • stúlknakór
  • Lettsveitin111127173
  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4