Kraftur í þriðja lífsskeiði kvenna

Þriðja lífsskeiðið!

Fékk að gjöf frá vinkonu minni, listakonunni Violu Taxis hvetjandi gjöf sem segir frá þriðja lífskeiði listakvennanna Marianne Werefkin, Käthe Kollwitz, Helen Dahm, Sonia Delaunay, Gergio O´Keeffe, Hannah Höch, Louise Nevelson, Alice Neel, Lee Krasner, Louise Bougeois, Agnes Marin, Verena Loewensberg, Meret Oppenheim, Maria Lassnig, Magdalena Abakanowicz og Niki de Saint Phalle.

Þriðja lífsskeið er milli 50-80 ára. “le troisiéme áge” einnig kallað  á frönsku “L´age d´or” Eftir fimmtugt kemur áhyggjulaust skeið, nýtt frelsi í sköpun. Konur fylgja sínum eigin hugmyndum og búa yfir mikilli orku og halda skapandi möguleika vakandi, sem eru byggð á lífs og listahlaupi einstaklingsins, ,segir í bókinni sem er eftir Hönnu Gagel.

Marianne Werefkin

“Gleðin felst í að gefa lífinu ný gildi, ný form með nýjum litum.” segir Marianne. Ég er rétt að byrja að ströggla í gegnum þessa þýsku bók, en langar aðeins að kynna mér verk þessara kvenna, sem ég þekki misvel.

Um Mariönnu segir Hanna Gagel;

Ferskleikinn í margslungnum verkum hennar er undraverður og lætur okkur gleyma að verk Werefkin koma frá þriðja lífsskeiði hennar,staðreynd sem áður var ekki meðtekin.29. ágúst 1860 var Marianne Werefkin fædd í Tula ( Rússlandi ) Móðir hennar, sem var málari, lagði áherslu á kvenlega eiginleika og listrænt sjálfstraust hennar. Faðir Mmariönnu var herforingi og sá um hún menntaði sig í myndlistinni, þar sem hæfileikar hennar nutu sín vel. 26 ára byrjaði hún að læra hjá Ilja Repin, sem var frægur raunsæismálari í Pétursborg. Hann trúði á hana og krafðist þess að hún notaði hæfileika sína. Á þessu fyrsta málaratímabili sínu, málar hún lifandi og raunsæislegar portrait myndir og henni er líkt við rússneskan Rembrandt. 31 árs gömul, árið 1891 kynnist hún Alexej Jawlensky,listamanni,  sem er fjórum árum yngri en hún. Hún ákveður að taka að sér þennan unga hæfileikaríka liðsforingja og fer að kenna listsköpun. Óánægð með sig sjálfa og listina, heldur hún að það sé bara manninum sínum mögulegt að skapa eitthvað nýtt.  Hún flytur með manni sínum til München 1896 og er verndari hans, gerist ljósmóðirum um tíma. Það er ekki fyrr en 1906 að hún fer að mála aftur. En árið 1908 á hún gott sumar með Jawlensky, Münter og Kandinsky í Murnau hjá München. Kandinsky og Münter hafa mikil áhrif á hana.

marianne werefkin sjálfsmynd