Grænmetislasagna

Og aftur er komið að því að ég ætla að leysa Hildigunni matráð af. Hún er komin í kórferðalag með Kötlunum sínum til Kaupmannahafnar. Legg ekki meira á ykkur.

Og hvernig fer ég að. Tek alla afganga úr ísskápnum og bý til grænmetislagsagna fyrir 24..  og svo er bara að deila ef maður vill minni skammta.. td. með fjórum 😉

3 laukar

1 blaðlaukur

1 hvítlaukur

5 salatlaukar

6 paprikur

2 chili

1 eggaldin

1 kúrbítur

4 sætar kartöflur

10 gulrætur

2 dósir niðursoðnir tómatar

1 dós bjór

1 lítil dós tómatkraftur

2 lúkur oreganó

1 lúka basil

slatti af salti og pipar

7 kotasælur

lasagna plötur.. 1 og hálfur pakki

Sker niður grænmetið og steiki það, fyrst laukinn og síðan koll af kolli.. bæti við og þegar því er lokið bæti við niðursoðnum tómötum, bjórnum og vatni líka. Krydda vel og smakka til. Set í þrjú stór form, byrja á kotasælunni síðan lasagna plöturnar og kássann, endurtek leikinn og enda á lasagnaplötum og set parmesan yfir eða einhverja osta sem til eru.. hakka þá og set yfir, þá verða efsu plöturnar pínu harðar og það finnst mér gott.. Annars er um að gera að taka ekki uppskriftir of hátíðlega, heldur að bæta í og breyta. 😉

Baka í ofni í rúman hálftíma og bera fram með salati. T.a.m. Króatísku salati, sem er appelsínur, svartar ólívur og salat. Olía og hvítlauksrif..ca 3 með 8 appelsínum

Gott að gera kássuna kvöldið áður 😉

Jóhanna V. Þórhallsdóttir Hver er ég? 150x100 akrýl á striga