Kjúklingabauna kássa

Ég tek stundum að mér að elda í hádeginu fyrir hóp manna og kvenna hér í bæ. Þá elda ég fyrir 20-25 manns. Þetta er fólk sem er ýmist vegan, grænmetisætur eða dýraætur.. sem þýðir að oft er lendingin grænmetisréttir.

Hér er ein indæliskássa með kjúklingabaunum, sem auðvitað má breyta í kjúlklingakássu med det samme

fyrir 20-25

5 stórir laukar
7 dósir af kjúklingabaunum
(ef þú mátt ekki vera að að leggja baunirnar í bleyti og sjóða einn góðan poka)
olía
einn hvítlaukur
ein púrra
ein sæt kartafla
hálft sellerí
5 gulrætur
4 dósir tómatar
300 gr af frystu mangói
1 cm rifinn engifer
5 msk sæt chilisósa
4 dósir kókosmjólk
salt,pipar, sítróna,

skera, steikja og láta dulla í góðan tíma

bera fram með kús kús, salati og etv brauði