appelsínugul viðvörun

Hugleiðing

appelsínugul viðvörun

Hugleiðing

Ég er komin yfir miðjan aldur þegar ég byrja að mála. Það hafði aldrei hvarflað að mér áður. Allt í einu byrjaði ég að mála og ákvað skömmu síðar að gera það af fullum krafti. Ég finn að þegar ég mála er ég í sömu vídd og þegar ég er að syngja. Sömu tilfinningar fá útrás og taka völdin.

 

Myndirnar og sýningarnar mínar eru margar unnar út frá konum. Kannski er ég bæði að fjalla um mig sjálfa, allar konurnar sem búa í mér, en auk þess allar konurnar í lífi mínu. Þær eru margar og mismunandi, allar stórar og fyrirferðarmiklar  og merkilegar.  Kraftur kvenna, styrkleikar og veikleikar,  er mér  hugleikinn.

 

 Fyrsta einkasýningin mín hét  Þögli kórinn,  2014,  sem var að  mörgu leiti uppgjör eftir að hafa stjórnað 120 kvennakór í 17 ár. Ég hugsaði um alla vinnuna,  konurnar og kraftinn, móralinn, sögurnar, lífið og okkar samvinnu. Aðrar sýningar mínar hétu, Kynjaverur frá Kolbermoor 2015, sem var innblástur frá Þýskalandi með þýskum fyrirsætum, Fljóð og fossar, 2016 sem var um konurnar og kraftinn sem þær fá úr náttúrinni, Nekt og nærvera, 2017 persónulegri og nánari bæði í vinnslu og meira eintal við hverja konu fyrir sig.  Í sýningunni minni í upphafi árs 2018, Við skulum þreyja, Þorrann og hana Góu,  var mér tíðhugsað til #meetoo sagnanna. Þær eru líka svo margvíslegar. Bæði hryggja þær mann og snerta. Þær rifja líka upp sögur sem voru einhvers staðar löngu niðurgrafnar.