Gleðilegt ár!

Jóhanna og Markús Lüpertz

And the cotton is high

Við Ganges

3xKRAFT Monique Becker, Jóhanna Þórhallsdóttir og Hugo Mayer

Jóhanna og Óttar

Gleðilegt ár!

Ég er óskaplega þakklát og glöð í hjarta mínu þegar ég rifja upp árið 2017.  Stórt ár og fjölbreytilegt. Stórafmæli og útskrift frá Þýskalandi, tvær einkasýningar og ein samsýning. Fullt af skemmtilegum sýningum í ARTgallery GÁTT. Hingað komu margir myndlistarmenn til að sýna í GÁTTinni okkar í Kópavoginum,  ekki síst frá Þýskalandi. Einnig frá Luxemborg og Gotlandi.   

Fór í ógleymanlega ferð til Indlands í fyrsta sinn. Delí, Jaipur, Agra og Varanasi við Gangesfljótið. Verð ekki söm eftir þá ferð. Og.  Hjartað slær ennþá og kólestrólið bara í góðu lagi.  Byrjuð aftur í leikfimini hjá Jimma í Pumping Iron.  Formaður í ARTgallery GÁTT með frábærum myndlistarmönnum. ( konur er líka menn! ) Myndirnar mínar í sölu bæði hér heima, GÁTTinni og líka í ART67 á Laugaveginum.

Nú er spurningin hvort manni takist að toppa þetta allt saman á næsta ári 2018.  Kannski getur maður bætt inn tónleikum. Við sungum nokkur gigg 3Klassískar á árinu og ég sjálf náði líka nokkrum góðum giggum. Gaman að taka lagið með snillingnum Jan Lundgren píanista  og bassaleikaranum Hans Backenroths í einkapartíi í Fossvoginum og náttúrlega virkilega gaman að hlusta á þá félaga spila.

Fjölskyldan okkar Óttars er í góðum gír. Við erum hress og kát og heilsuhraust. Gummi og Linda, búa í kjallaranum hjá okkur Óttari. Hildigunnur með krakkana sína í Sigtúninu. Stjúpbörnin öll yndisleg og tvö búa hér heima og tvö eru ásamt fjölskyldu sinni í Skandinavíu. Pabbi minn gamli hress og kátur, verður 92 ára í janúar, mamma svolítið farin í burtu andlega en komin í góða umönnun á Droplaugarstöðum. Það er engin þörf að kvarta, þó það komi atómstríð sagði Böðvar Guðmundsson í skemmtilegu ljóði, sem var auðvitað útúrsnúningur frá Stefáni frá Hvítadal, Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín.  Og ekki kvarta ég. Takk fyrir skemmtilegt ár kæru vinir og velunnarar!

Gleðilegt ár

3Klassískar, Signý Sæmundsdóttir, Björk Jónsdóttir og Jóhanna

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *