80x80 acryl on canvas

Gáttaþefur

Núna stendur yfir í ARTgallery GÁTT, Hamraborg 3a samsýning okkar félaganna í GÁTTinni. Við erum 11 talsins og auk mín erum við Annamaría Lind Geirsdóttir, Arnar Eiklíður Davíðsson, Didda Hjartardóttir Leaman, Didrik Jón Kristófersson, Guðlaugur J Bjarnason, Helga Ástvalds, Hrönn Björnsdóttir, Igor Gaivoronski, Kristbergur Ó Pétursson og Kristín Tryggvadóttir.Jólin nálgast óðfluga og félagar í Artgallery GÁTT halda í hefðina með sína árlegu jólasamsýningu. Sýningin ár hefur fengið nafnið Gáttaþefur og má þar finna glæný sem og eldri verk; málverk, teikningar, textíl verk, grafík og skúlptúra.

Listakonan Edda Guðmundsdóttir sýnir einnig málverk í efri sal GÁTTarinnar undir nafninu ” Náttúrutilbrigði ” Málverkin eru máluð nýlega og á liðnum árum, innblásnar af náttúrunni og hinu daglega lífi. Þetta er 9. einkasýning Eddu en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum.

Edda hóf myndlistarnám sitt í Myndmáli Rúnu og var þar í sex vetur. Undanfarin ár hefur Edda verið í Myndlistaskóla Reykjavíkur í módelteikningu, í frjálsri málun og nú síðast í svokallaðri “vinnustofu” í Myndlistarskólanum. Edda tók einnig þátt í portrettmálun hjá David Kassan árið 2009.

Óvissa í Öræfajökli 80x80 acryl on canvas

80x80 acryl on canvas

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *