Fugl sem flýgur hratt

Líkbrenna við Gangesfljót

Með hjartað í lúkunum

Monique, Jóhanna og Hugo

Fugl sem flýgur hratt

„Sjá, tíminn, það er fugl sem flýgur hratt, hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld.“
Þetta ár er búið að vera viðburðarríkt hjá mér. Ég var nú ekki uppá marga fiska í upphafi ársins. Vann yfir mig á síðasta ári og hét því að gera það aldrei aftur! En upp stóð ég eftir áfallið og náði að jafna mig svona amk þokkalega. Fór í endurhæfingu og lærði að skipuleggja mig betur. Amk. í smá tíma. Svo náði ég nýjum tug í apríl, sextug. Og tveimur mánuðum seinna  kláraði ég myndlistanámið sem ég hóf í ágúst 2015, í Þýskalandi. Gott að kynnast Þýskalandi, þýskri list og öllu þessu yndælisfólki sem ég náði að kynnast. Markus Lüpertz minn aðalmaestro og aðstoaðarmennirnir hans voru ógleymanlegir. Tveir samnemendur mínir og góðir vinir, þau Monique Becher frá Lúxemborg og Hugo Mayer frá Berlín, komu til Íslands og sýndu svo með mér í ARTgallery GÁTT í júlí. Við kölluðum sýninguna okkar 3x Kraft. Þau bjuggu hjá mér á meðan við settum upp sýninguna og við notuðum tækifærið eftir sýningaropnunina og skoðuðum Ísland zusammen. Þótt veður hafi verið válynd um það leyti sem þau komu, þá náðum við góðum ferðadögum um landið okkar fagra og fríða. Svo komu fleiri gestir frá Þýskalandi, þrjár listakonur frá Þýskalandi, Viola Taxis, Andrea Bock og Heimgard Quinat komu með samsýnngu í október, já einmmitt þessa sömu viku og Air Berlin fór á hausinn. Það var ansi spennandi vika, hvort þær kæmu með réttu flugi eða næðu heim aftur. Til að auka á spennuna hafði ég náð líka að endurgera eldhúsið og það var líka spennandi að vita hvort það næðist að klára það áður en gestirnir kæmu. Viti menn! Allt reddaðist auðvitað. Þær fóru kátar heim, náðu meiraðsegja að selja nokkur verka sinni sem er aldrei verra. Þær voru vart farnar þegar ég var komin uppí flugvél og núna til Indlands! Eiginlega nýlent og ennþá ekki lent. Bíð eftir að sálin komi og setjist á sinn stað.

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *