30 mánuðir í Anarkíu

30 mánuðir í Anarkíu

Þessa helgi er síðasta sýningarhelgi á samsýningu Anarkíufélga sem ber yfirstkriftina 30 mánuðir í Anarkíu. Anarkía er sumsé búin að vera til í heila 30 mánuði. Anarkía er í Kópavoginum nánar tiltekið í Hamraborg 3. 

Félagar Anarkíu eru Aðalsteinn Eyþórsson, Anna Hansson, Ásta R. Einarsdóttir, Bjarni Sigurbjörnsson, Elísabet Hákonardóttir, Finnbogi Helgason, Guðlaug Friðriksdóttir, Guðmunda Kristinsdóttir, Hanna Pálsdóttir, Helga Ástvaldsdóttir, Hrönn Björnsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Kristín Tryggvadóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Þorgeir Helgason. 

 Í stefnuskrá Anarkíu segir;

„Anarkía er hópur listamanna sem hafa kosið að taka málin í sínar hendur og skapa sér sjálfir tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri á eigin forsendum.

Mælistikur og stofnanir „listheimsins“ látum við okkur í léttu rúmi liggja, en leggjum áherslu á milliliðalaust erindi listamannsins við listnjótendur.

Við álítum að fastmótaðar stofnanir og kerfi, hvort sem þau lúta að hugmyndum eða framkvæmd, þjóni ekki markmiðum okkar um frjálsa tjáningu einstaklingsins, en viljum að allir fái að rækta sérkenni sín og finna hugsun sinni og kenndum farveg í lífi og list.

Anarkía hefur til umráða húsnæði til sýninga á verkum hópsins, sem og annarra listamanna sem vilja taka þátt í þessari tilraun og finna samhljóm með hugmyndunum sem að baki liggja.“

Ekki láta þessa samsýningu Anarkíufélaga framhjá ykkur fara. Sýningunni lýkur á sunnudag og er opin frá klukkan 15 – 18

 • Anarkía
 • Anarkía
 • Beta og Ragga
 • 30 mán opnun
 • Opnun á sýningu Jóhönnu V. Þórhallsdóttur og Aðalsteins Eyþórssonar
 • OLYMPUS DIGITAL CAMERA
 1. 1
 2. 2
 3. 3
 4. 4
 5. 5
 6. 6