Innbakaður lax-maður!

Laxmaður

-Ég var ótrúlega heppin á laugardaginn þegar ég eldaði laxinn sem vinir mínir Torsten og Elsa veiddu í sumar!  Þetta var nefnilega alvöru lax.  Hann var svo fallegur, þegar ég var búin að hreinsa hann að ég lagði hann heilan í silfurpappír. Vildi ekki skemma hann með því að skera í hann svo ég nuddaði fyrst olíu með dijon sinnepi, setti smá hvítvínsafgang í og svo salt og pipar.  Setti inn í ofninn á 180 og bakaði í já alveg góðan hálftíma.  Með þessu hafði ég króatíska salatið sem klikkar aldrei. Appelsínur, svartar ólívur og hvítlauk með ólífuolíu. Og svo var pasta, tre colori með gráðostasósu, sem er gráðostur með rjóma og smá hvítvíni ef það er einhver afgangur frá síðasta partýi.