Grillsósa af grísku kyni!

Geggjuð grillsósa frá Grikklandi

Góðir hálsar!  

Komin heim úr fríi. Reyni að ná mér niður andlega og líkamlega eftir sæludaga í Svíþjóð og algleymi í Aþenu!  Aðeins byrjuð að mála og huga að garðinum. Það jafnast ekkert á við að reyta arfa og róta í moldinni.  Á meðan hreinsar maður til í huganum og fær líka alls kyns hugmyndir.

Hér kemur hugmynd að grillsósu fyrir kvöldið sem með Grikklandsáhrifum. Hún er álíka hvít og Snæfellsjökull.

fyrir 10-12 manns

5 dl grísk jógúrt

200 gr fetaostur

2 dl fylltar grænar ólífur

3 hvítlauksrif

pipar