Októberfest í september

 • Jóhanna á Októberfest
 • Sævar og Erla á Októberfest
 • októberfest í september
 • októberfest í september
 • októberfest í september
 • löggan sem missti af októberfest
 • löggan sem missti af októberfest
 • löggan að missa af októberfest
 • löggunni leiðist
 • Tökum mynd af löggunni
 1. 1
 2. 2
 3. 3
 4. 4
 5. 5
 6. 6
 7. 7
 8. 8
 9. 9
 10. 10

Októberfest í september

Jæja góðir hálsar!

 

Loksins náði ég að  að komast á Októberfest í München. Upplifun að sjá þriggja tíma skrúðgöngu með ég veit ekki hvað mörgum lúðrasveitum og dirndl-um og lederhosen og guð má vita hvað! Borða würst með tja reyndar engum bjór en hrikalega góðum eplasafa. Ég var að koma frá Kolbermoor, þar sem ég hef nýverið hafið 2ja ára myndlistarnám í myndlist hjá Markusi Lüpertzs og aðstoðarmönnum hans. Já og tiltölulega stutt að fara með lestinni til München. Á leiðinni á lestarstöðina hitti ég tyrkneskan leigubílstjóra, sem var ótrúlega ángægður með mig þegar ég sagðist hafa farið á leik með Galatasaray og Manchester United í Istambul. Ég sleppti því náttúrlega að segja honum að ég væri Man.Utd. kona. Hann var einstaklega skrafhreifinn og mikið gott að skilja þýskuna hans. Je je je je. Mætti síðan á aðallestarstöðina í München þar sem ég naut leiðsagnar hjónanna Sævars Karls og Erlu. Sýni nokkrar myndir sem ég tók á ipadinn minn.

 

A presto Giovanna