Strandasaltfiskur með austfirsku byggi

Hvað er dásamlegra en að fara uppí Skódann sinn og hendast á milli landshluta?

Við hjónin höfum verið dugleg að ferðast í sumar. Notað helgarnar vel. Hvílíkur innblástur að sjá fjöllin, aka vegina, fara á vegasjoppurnar, nú eða fínu veitingastaðina, hitta vinina, eða rússnesku, ensku og þýsku puttalingana. Síðustu vikur höfum við farið landshorna á milli , allt frá Þingeyri til Neskaupsstaðar. Með viðkomu á Ísafirði, Ögri, Hólmavík, Fáskrúðsfirði, Seyðisfirði, Djúpavog, Höfn og Hala. Eftir svona ferðir fær maður hugmyndir af nýjum uppskriftum, nýjum lögum og nýjum myndum.
Hér uppskrift sem varð til úr saltfiski frá Drangsnesi og byggi frá Vallarnesi.

 

 Þingeyri, við Hildigunnur og krakknir skelltum okkur í SimbahöllinaÁsta Hildigunnur og Einar Neskaupstaður, Guðmundur vinnur á kaffi Láru á Seyðisfirði í sumar
Guðmundur Þórir
Ísafjörður, Einar,Ásta og ég
á Ísafirði
Djúpivogur,eggin í Gleðivík
Eggin í Gleðivík

 

Salfisksalat fyrir tvo

3 bitar af soðnum saltfiski, ( frá Drangsnesi)
1 bolli soðið bygg ( þið vitið hvaðan)
hálfur laukur
3 hvítlauksrif
1 cm engifer
1/2 paprika
3 cm púrrulaukur
5 gulrætur
salat
hálf gúrka
1 sítróna
mynta, steinselja, kóriander eða eitthvað grænt og gott sem til er
pipar
Laukur, hvítlaukurinn, engiferið, paprikan og púrrulaukurinn steiktur á pönnu. Blandað saman við byggið . Gulræturnar skornar niður og soðnar í nokkrar mín, blandað saman ásamt salati, gúrkunni og fiskinum. Sítrónusafi settur yfir og pipar.
Gott með smásósu úr Ab mjólk og Dijon sinnepi,salti og pipar

Á slóðum Gísla Súrssonar, Elvar Logi og Óttar Óttar á ÞIngeyri Fullt hús hjá mínum á Þingeyri
áhugasamir um Gísla Súrsson
Þau mættu að Gíslastöðum, Marsibil, Margrét og Jón
á Þingeyri
Á Hala í SuðursveitÞeir voru að Hala