Penne Carbonara a la Jóhanna

 

Ég á mjög erfitt að fara eftir uppskrift, eða jafnvel vita nákvæmlega hvað ég set í pottana. Alltaf sletta af hinu og þessu sem ég  á til með að bæta við.
Í gær varð uppskriftin nokkurn vegin svona

 

 
hálfur rauðlaukur, smátt skorinn
5 hvítlauksrif, smátt skorin
1 chili, smátt skorið án fræja
einn pakki af sveppum, smátt skornum
einn pakki beikonræmur
sletta af víni
rjómi ekki minna en 1 dl.. má vera meira

 

 

Steiki laukinn og síðan sveppina, þá beikonið og blanda öllu saman sletta af víni, eða einhverju áfengu ef til er annars bara berjadjús. Síðan bæti ég rjómanum við.

Svo er að sjóða pastað, með miklu vatni og oft set ég sítrónusafa í staðinn fyrir salt eða olíu.  Þegar það er al dente, helli ég vatninu af, læt renna á kalt vatn og blanda síðan saman við carbonara.  Gott er að hafa tómatsalat með þessu. Og ekki gleyma parmesan ostinum

Verði ykkur að góðu