Sýningar Jóhönnu

Anarkía Listasalur –Þögli kórinn 2014, Kyn(ja)verur frá Kolbermoor 2015,

Fljóð og fossar 2016

ArtgalleryGÁTT, Nekt og nærvera 2017, 3XKRAFT 2017, samsýning List á lausu 2017

Gallerí Göng, nóv-des 2018, Ég hef augu mín til fjallanna

Gallerí Portið – samsýning september 2014

Gallerí Háuhlíð – Bræðralag Gunnar og Þorvaldur Þorsteinsson, nóvember 2014

Anarkía Listasalur- samsýningar - Meinvill 2014 - 30 mánuðir í Anarkíu 2015 - List á lausu 2016

Edinborgarhúsið Ísafirði - sólósýning júlí 2017 - samsýning ágúst 2018

Oberstdorf gallery, Þýskalandi apríl-maí 2018

Hafðu samband

Get in touch?  Need a painting?  You can always pick up the phone or send an email

hannavala@gmail.com +354 8999227

 

dr. Ingrid Gardill listfræðingur skrifar um myndir Jóhönnu

„Litlu máli skiptir fyrir íslensku listakonuna Jóhönnu V. Þórhallsdóttur, hvort hún málar mynd af manneskju eða landslagi. Hún er jafnvíg á hvoru tveggja og markmiðið virðist vera að fanga hreyfingu og líf í málverkið. Þannig skarast þessi viðföng hennar. Í myndinni „Bjart framundan“ er eins og módelið stigi út úr sjálfri náttúrunni eða af engi. Jóhanna fangar anda sumarsins í gulum líkama konunnar með rauðum titrandi útlínum. Axlir og höfuð hverfa inn í bakgrunninn og leysast upp og renna saman við umhverfið. Með sama léttleika túlkar hún vöxt og blóma jarðar á léreftið.
Í myndinni „Óvissa á Öræfajökli“ eru fíngerð vinnubrögð í forgrunni en áhorfandinn finnur fyrir óróleika undir yfirborðinu. Hvítur jökullinn rennur á mörgum stöðum saman við bláma himinins og á neðri hluta myndarinnar verður jökull og jörð eitt. Samspil litanna rís úr djúpum jarðar og gefur jöklinum torkennilega eiginleika. Hér sjáum við þann kraft og léttleika sem listakonan gæðir lífi og er svo einkennandi fyrir hana.“

Ég hef augu mín til fjallanna, heitir þessi mynd (70x70) olía á striga, sem er á sýningu sem opnar á laugardaginn 24.nóvember, í Gallerí Göng/um Háteigskirkju. Sýningin stendur út árið.

Allt er gott og ekkert skiptir máli

Myndin tekin á samsýningu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Með Rannveigu Jónsdóttur, myndlistakonu

80x80 acryl on canvas

Óvissa á Öræfajökli 80x80

Icelandic Saga, Frygð og fornar hetjur, oil on canvas

Þorvaldur Vatnsfirðingur með frillum sínum. Myndin prýðir forsíðu bókarinnar, Frygð og fornar hetjur, eftir Óttar Guðmundsson. Bókin kom einnig út á ensku og heitir Sex in the Sagas. Myndin er 100x150 olía á striga

Jóhanna stundaði nám í Þýskalandi á árunum 2015-2017 hjá Markúsi Lüpertz, í akademie für bildende künste Kolbermoor

Blogg eddí blogg

Kraftur í þriðja lífsskeiði kvenna

Þriðja lífsskeiðið! Fékk að gjöf frá vinkonu minni, listakonunni Violu Taxis hvetjandi gjöf sem segir frá þriðja lífskeiði listakvennanna Marianne Werefkin, Käthe Kollwitz, Helen Dahm, Sonia Delaunay, Gergio O´Keeffe, Hannah Höch, Louise Nevelson,... READ MORE

Ég hef augu mín til fjallanna

Á laugardaginn næsta, 24.nóvember kl 16-18 opnar sýning mín, Ég hef augu mín til fjallanna, í Gallerí Göngum í Háteigskirkju. Það er oft erfitt að skrifa um sig sjálfa svo að ég fletti... READ MORE

Grænmetislasagna

Og aftur er komið að því að ég ætla að leysa Hildigunni matráð af. Hún er komin í kórferðalag með Kötlunum sínum til Kaupmannahafnar. Legg ekki meira á ykkur. Og hvernig fer ég... READ MORE

Kjúklingabauna kássa

Ég tek stundum að mér að elda í hádeginu fyrir hóp manna og kvenna hér í bæ. Þá elda ég fyrir 20-25 manns. Þetta er fólk sem er ýmist vegan, grænmetisætur eða dýraætur..... READ MORE

Translate »